Litlar breytingar eru á fylgi flokkanna eða á bilinu 0-0,7 prósentustig. Frá þessu er greint í Þjóðarpúlsi Gallup.

Tæplega fjórðungur segist myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag, rúmlega 14% Samfylkinguna, nær sama hlutfall Vinstri græn, 11% Pírata, rösklega 10% Miðflokkinn, næstum 10% Viðreisn, tæplega 8% Framsóknarflokkinn, rúmlega 4% Flokk fólksins og ríflega 3% Sósíalistaflokkinn.

Tæplega 12% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og 10% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa. Nær 60% þeirra sem taka afstöðu segjast styðja ríkisstjórnina.