Viðskipti með hlutabréf á Aðalmarkaði Kauphallarinnar námu 3.093 milljónum króna í dag, og úrvalsvísitalan, OMXI8, lækkaði um 0,52%.

11 af 18 skráðum félögum á Aðalmarkaði lækkuðu í dag, en aðeins 3 þeirra um yfir 1%.

Mest lækkuðu Reitir um 1,66% í 493 milljóna króna viðskiptum, en næst komu Icelandair með 1,52% lækkun í 136 milljóna viðskiptum, og Sýn með 1,45% lækkun í litlum 16 milljóna viðskiptum.

Einu félögin sem hækkuðu voru VÍS, um 1,44% í 40 milljóna viðskiptum, og Hagar um 0,11% í 45 milljónum. Gengi hlutabréfa 5 félaga var óhreyft eftir viðskipti dagsins.

Langtum mesta veltan var með bréf Marel, sem lækkaði um 0,26% í 1.253 milljóna króna viðskiptum, en næst komu Reitir, og þar næst Síminn með 0,27% lækkun í 288 milljóna viðskiptum. Viðskipti með önnur félög námu um eða undir 200 milljónum króna.