Fjármálaráðuneytið telur litlar líkur á harðri lendingu í íslensku efnahagslífi, eftir því sem kemur fram í vefriti ráðuneytisins sem kom út í dag.

?Vissulega eru einhverjar líkur á að íslenska hagkerfið verði fyrir harðri lendingu, rétt eins og það alþjóðlega. Hins vegar er það mat fjármálaráðuneytisins að þær líkur séu harla litlar," segir í vefritinu.

Benda sérfræðingar ráðuneytisins á að þó umtalsvert ójafnvægi sé í þjóðarbúðskapnum um þessar mundir sé um tímabundið ástand að ræða. Reiknað er með að innflutningur muni dragast hratt saman á næsta ári í kjölfar loka stóriðjuframkvæmda. Ennfremur muni útflutningur aukast vegna þreföldunar framleiðslugetu á áli. Þá er reiknað með að lækkun á gengi krónunnar hafi þau áhrif að hratt dragi úr innflutningi heimilanna á neysluvörum og bílum en bráðabirgðatölur um innflutning í síðasta mánuði styðja þá kenningu.