Lottó er leikur sem margir landsmenn stunda og þótt víðar væri leitað. Flestir gera sér grein fyrir því að hæpið er að vinna stóra vinninginn í lottóleiknum en fólk leikur hann engu að síður. Margir líta jú til þess að Íslensk getspá, sem sér um Lottó, Víkingalottó, Euro Jackpot og fleira, er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Öryrkjabandalags Íslands og því tryggt að ágóðinn af miðasölunni rennur til góðra málefna.

Sama má segja um Happdrætti Háskólans og fleiri. Fyrirkomulag lottós þarf varla að skýra en til að vinna stóra vinninginn þarf ein lína að innihalda allar fimm réttu tölurnar og sex í Víkingalottó. Eftir því sem færri tölur eru réttar fást smærri vinningar sem skiptast þá á milli fleiri aðila. Sigurlíkurnar batna því fyrir smærri vinninga þó varla sé hægt að segja að þær verði góðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .