*

þriðjudagur, 26. janúar 2021
Innlent 30. nóvember 2020 16:33

Litlar sveiflur í Kauphöllinni

Hlutabréf skiptu um hendur fyrir 2,4 milljarða í Kauphöllinni í dag, en ekkert félag hreyfðist um yfir 2%.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands.

Litlar hreyfingar voru á gangvirði hlutabréfa í Kauphöllinni í dag þrátt fyrir nokkra veltu. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,10% í samtals 2,4 milljarða króna viðskiptum dagsins. 

VÍS var hástökkvari dagsins með 1,82% hækkun í rúmlega hálfs milljarðs króna veltu, en því næst komu Hagar með 1,50% hækkun í 251 milljóna veltu, og loks kom Skeljungur með 1,29% hækkun í 746 milljón króna viðskiptum.

Aðeins þrjú félög lækkuðu í dag, Reitir um 0,82% í litlum 15 milljóna viðskiptum, Marel um 0,57% í 320 milljóna viðskiptum og Eimskip um 0,47% í 13 milljónum.

Skeljungur og Hagar tróndu á toppi veltulistans, og Marel hreppti þar þriðja sætið, en Hagar fjórða. Utan þeirra náðu aðeins bréf Arion banka – sem hækkuðu um 0,22% í 174 milljón króna viðskiptum – 100 milljóna veltu.