Gengisþróun íslensku krónunnar á vor- og sumarmánuðum hefur verið afar ólík milli áranna 2012 og 2013. Í fyrra styrktist gengið hratt, sérstaklega í júlí og ágúst. Margir hafa búist við svipaðri þróun í ár, með komu ferðamanna, eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um .

Morgunblaðið talar í dag við fjóra einstaklinga sem telja ólíklegt ólíklegt að gengi krónu gagnvart evru styrkist jafnmikið í næsta mánuði og í ágúst í fyrrasumar. Gengi evru fór þá lægst í 146,63 kr.

Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segist vænta þess að gengi evru haldist í 160-170 krónum. Styrmir Guðmundsson, sjóðsstjóri hjá Júpiter, segir inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði hafi breytt öllum væntingum um gengisþróun.