Veigar Páll Gunnarsson, knattspyrnumaður í Stjörnunni, hefur fengið mikla athygli í Noregi undanfarna mánuði þrátt fyrir að hafa hætt að leika knattspyrnu þar í landi fyrir nokkru síðan. Dómur í hinu svokallaða Gunnarsson-máli féll í september þar sem fjórir Norðmenn voru sýknaðir. Saksóknari hafði farið fram á fimm mánaða fangelsi í tilfelli þriggja starfsmanna knattspyrnuliðsins Stabæk og 90 daga fangelsi yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra Vålerenga.

Norðmennirnir voru taldir hafa villt um fyrir starfsmönnum franska liðs- ins Nancy þegar Veigar Páll var seldur frá Stabæk til Vålerenga.

Fyrir rétti í Noregi gekk málsvörn fjórmenninganna út á að tala niður verðmæti Veigars Páls. Fjallað var um málið í ritstjórnargrein í norska blaðinu Finansavisen þar sem greint er frá því að vitnin í málinu hafi sagt frá því að Veigar hafi verið lítill, gamall og feitur. Dómstóllinn hafi því þurft að vega og meta hve lélegur hann var fyrst kaupverðið var einungis ein milljón, þrátt fyrir að annað félag hafi verið tilbúið að greiða talsvert meira fyrir hann.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .