Þegar litið er til þess hvernig umfjöllun einstakra miðla um stjórnmálaflokkana skiptist, kemur enn og aftur í ljós að stjórnarflokkarnir fá mesta umfjöllun.

Hins vegar sést vel að áhugi miðlanna á flokkunum er misjafn og einstakir flokkar fagna áhuga einstakra miðla örugglega mismikið. Þannig telja sjálfstæðismenn sig varla græða á mikilli umfjöllun Stundarinnar, en Píratar fagna henni vafalaust.

Og heilt yfir litið eru það miðlar 365, Stöð 2 og Bylgjan, sem gæta mests jafnvægis milli flokka hvað umfjöllun áhrærir.