Tilboð pólsks verktakafyrirtækis um afmarkaða verkþætti í United Silicon ber einkenni gerviverktöku að mati ASÍ, þ.e. að leiga á starfsmönnum hafi verið dulbúin verktaka til að sneiða fram hjá greiðslu opinberra gjalda hérlendis. Um málið er fjallað í ViðskiptaMogganum .

Pólska verktakafyrirtækið Metal Mont gerði í uppsetningu svokallaðrar gashreinsistöðvar við kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík - kemur fram að fyrirtækið býður hverja útselda vinnustund á 18 evrur, eða því sem jafngildir 2.590 krónum á vinnustund miðað við gengi evru þegar tilboðið var sent til United Silicon.

Sú upphæð myndi jafngilda 2.142 krónum í dag miðað við núverandi gengi. Ef að verkstundir fari fram yfir tilgreindan fjölda þá skal United Silicon greiða Metal Mont 13 evrur fyrir hverja vinnustund. Metal Mont skuldbindur sig til að útvega sérþjálfaða starfsmenn til verksins.

Í grein ViðskiptaMoggans er haft eftir Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, að miðað við samninginn og fyrirliggjandi gögn, þá standast þessi kjör ekki lágmarkskröfur kjarasamninga og laga sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá þá hóf kísilverksmiðja United Silicon starfsemi 13. nóvember síðastliðinn. Þegar mest lét störfuðu um 300 manns við byggingu verksmiðjunnar.