*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 27. október 2014 08:17

LÍÚ heyrir sögunni til

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi verða stofnuð næsta föstudag með sameiningu LÍÚ og SF.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Næstkomandi föstudag verður haldinn stofnfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Á fundinum munu Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtök fiskvinnslustöðva (SF) leiða saman hesta sína í nýjum samtökum. 

Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi LÍÚ, segir í samtali við Morgunblaðið að stefnt sé að því að fulltrúar félaganna beggja hittist fyrir hádegi á föstudag til þess að kjósa nýja stjórn SFS. „Þá verða formaður, fulltrúar í framkvæmdaráði og stjórn kosin. Svo verður þetta kynnt,“ segir Karen.