Háskólans á Akureyri og LÍÚ hafa gert með sér samning á sviði menntunar og rannsókna í sjávarútvegi.

Það voru Þorsteinn Gunnarsson, rektor og Björgólfur Jóhannsson stjórnarformaður LÍÚ sem undir samning sem er til þriggja ára. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra var viðstödd undirskriftina.

Í frétt vegna undirritunar samningsins segir að meginmarkmið hans sé að styrkja forystuhlutverk HA á sviði menntunar og rannsókna í sjávarútvegi. Lögð verður áhersla á að fjölga nemendum sem leggja stund á nám í sjávarútvegsfræði m.a. með því að endurskoða samsetningu námsins og styrkja ímynd þess.  Sérstaklega verður horft til viðhorfs og þarfa atvinnugreinarinnar. Þá verður framlag og áhrif brautskráðra sjávarútvegsfræðinga sem starfa í greininni metið.

Til að ná þessum markmiðum leggur LÍÚ fram samtals kr. 45.000.000 á þremur árum. Menntamálaráðuneyti leggur fram jafnhá viðbótarframlög til HA í sama tilgangi. Skipuð verður verkefnisstjórn til að hafa umsjón með framgangi samningsins.