Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, vill sjá frekari lækkun á veiðigjöldum en gert er ráð fyrir í frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þetta kemur fram í samtali við fréttastofu RÚV.

„Við teljum að það sé full ástæða til þess og það kemur á óvart að það á að hækka sérstaka veiðigjaldið um tæp 40% á uppsjávarfiski og við teljum að þarna sé gengið heldur langt, já. Mikilvægt sé að álagningin fari eftir afkomu fyrirtækjana. Og í fyrsta lagi þarf að takast að skapa þennan umframhagnað sem er skilgreindur sem hagnaður umfram það sem er í öðrum atvinnugreinum og þá þarf auðvitað að skattleggja líka aðrar atvinnugreinar sem nýta náttúruauðlindirnar með sama hætti. En ég hef ekki eina tölu í þessu samhengi.“ segir Friðrik Jón.