Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Nova, var í dag veitt aðalviðurkenning Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Félagið afhendir viðurkenningar sínar árlega og var það gert í dag. Áður höfðu þær Rakel Sölvadóttir, stofnandi og framkvæmdstjóri sprotafyrirtækisins Skema, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, hlotið sína viðurkenninguna hvor.

Liv sagði við athöfnina að hún hafi nýtt tækifærin til að vera súkkulaðikleina en hafa ákveðið að setjast við borðið með snúðunum.