„Þetta hafa verið tólf góð ár með Nova og kominn tími á breytingar hjá mér og að hleypa nýju fólki að,“ segir Liv Bergþórsdóttir fráfarandi fostjóri Nova.

Í morgun barst fréttatilkynning þess efnis að Liv myndi stíga til hliðar sem forstjóri fyrirtækisins og Margrét B. Tryggvadóttir, sem starfað hefur sem aðstoðarforstjóri, tæki við.

„Við Margrét höfum unnið lengi saman og átt einstakt vinnu- og vinasamband en það er einmitt það sem stendur upp úr eftir þennan tíma minn með Nova,“ segir hún.

Hún segir þann tíma sem hún starfaði sem forstjóri hafi verið „frábær tími með frábæru fólki.“

Aðspurð hvað taki við segist hún ætla að byrja á því að taka sér gott frí og láta tímann leiða í ljós hver næstu skref verða.