*

föstudagur, 19. júlí 2019
Sjónvarp 30. desember 2015 15:56

Liv: Liðsheild og gleði lykillinn að árangri

Viðtal við Liv Bergþórsdóttur og ræða ritstjóra Viðskiptablaðsins við afhendingu viðskiptaverðlaunanna.

Ritstjórn
Hleð spilara...

Nova og Liv Bergþórsdóttir forstjóri hlutu í dag viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir árangur fyrirtækisins grundvallast á liðsheild, gleði á vinnustaðnum og löngun hópsins til að ná árangri. Hún segist hlakka til að takast á við nýjar áskoranir á árinu 2016.

Bjarni Ólafsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, sagði við afhendingu verðlaunanna að ef fram fer sem horfir muni Nova verða stærsta fyrirtækið á farsímamarkaði á Íslandi. Fyrirtækið hafi frá upphafi lagt gríðarlega mikla áherslu á markaðsstarf sem hafi, auk annars, skilað þessum árangri.

Viðtal við Liv og ræðu Bjarna má sjá í spilaranum hér að ofan.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is