Liv Bergþórsdóttir, sem kom ný inn í stjórn Iceland Seafood International á aðalfundi félagsins á síðasta ári, er tekin við sem stjórnarformaður félagsins af Magnúsi Bjarnasyni, eftir fyrsta stjórnarfund félagsins á nýju starfsári stjórnar í dag.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í byrjun vikunnar tekur Liv við sem forstjóri ORF Líftækni næstu mánaðamót, en hún stýrði áður Nova frá stofnun 2006 til 2018, auk þess að vera stjórnarformaður Wow air.

Liv tekur jafnframt sæti í starfskjararáði félagsins ásamt útgerðarmanninum Jakobi Valgeiri Flosasyni frá Bolungarvík og Halldóri Leifssyni. Ingunn Agnes Kro, Bergþór Baldvinsson og Ágúst Kristinsson settust í endurskoðunarnefnd.