*

miðvikudagur, 20. október 2021
Fólk 2. desember 2019 11:21

Liv nýr stjórnarformaður Keahótela

Liv Bergþórsdóttir tekur við af fjárfestinum Jonathan Rubini sem stjórnarformaður Kea hótela.

Ritstjórn
Liv Bergþórsdóttir nýr stjórnarformaður og Páll L. Sigurjónsson forstjóri Keahótela á hótel Borg
Aðsend mynd

Liv Bergþórsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku í stjórn Keahótela. Liv tekur við af Jonathan Rubini en félag í hans eigu ásamt Pt Capital keyptu meirihluta í Keahótelum árið 2017. Liv mun vinna með eigendum og stjórnendum félagsins að frekari uppbyggingu og þróun þess. Þá mun hún jafnframt halda utan um aðrar fjárfestingar Rubinis hér á landi.

Liv er stjórnarmaður í Blue Lagoon og Iceland Seafood International og stjórnarformaður Aur App. Áður var hún stjórnarmaður í Wow air, 66°Norður, Telio, CCP og forstjóri Nova og Sko. Liv er með AMP gráðu frá IESE viðskiptaskólanum frá árinu 2013 en hún útkrifaðist með Cand-Oecon gráðu í viðskiptafræði frá HÍ árið 1994.

Jonathan Rubini fráfarandi stjórnarformaður segir: „Við sem fjárfestar höfum mikinn áhuga á Íslandi og sjálfur hef ég bjargfasta trú á að Ísland verði vinsæll ferðamannastaður til framtíðar. Við kynntumst Liv í gegnum fjárfestingu okkar í Nova og hlökkum til að vinna með henni að nýjum verkefnum.”

Liv Bergþórsdóttir segist hlakka til að kynnast hótelgeiranum betur. „Þetta er krefjandi og spennandi samkeppnismarkaður. Það verður skemmtileg áskorun að vinna með stjórnendum Keahótela að því að þróa félagið áfram og auka enn frekar ánægju gesta,” segir Liv.

Keahótel ehf. er ein stærsta hótelkeðja landsins og rekur 11 hótel: 7 í Reykjavík, 2 á Akureyri, 1 við Mývatn og 1 við Vík.

Í Reykjavík:

 • Hótel Borg
 • Apótek hótel
 • Sand hótel
 • Exeter hótel
 • Storm hótel
 • Skuggi hótel
 • Reykjavik Lights hótel

Á landsbyggðinni:

 • Hótel Katla í Vík
 • Kea hótel á Akureyri
 • Hótel Norðurland á Akureyri
 • Gígur hótel við Mývatn