Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjari.

Í tilkynningu frá LÍV segir að kjaraviðræður hafi staðið frá því fyrir áramót án þess að hafa skilað viðunandi niðurstöðu.

LÍV hefur samningsumboð fyrir 10 af sínum 11 aðildarfélögum en VR sér sjálft um sína samningsgerð.

Starfsgreinasambandið vísaði sinni kjaradeilu til ríkissáttasemjara í gær. Þá slitu Efling, VR, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur viðræðum sínum við SA hjá sáttasemjara og hafa hafið undirbúning verkfallsaðgerða.