Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur lækkað óverðtryggða vexti – sem eru fastir til þriggja ára í senn – úr 5,14% í 4,95%.

Breytilegir vextir verðtryggðra lána lækka einnig, úr 2,26% í 1,95%, en slík lán eru ekki fáanleg hjá sjóðnum lengur.

Þá verður nýjum lánaflokki, verðtryggðum með fasta vexti í fimm ár, bætt við lánaframboð sjóðsins, en hingað til hefur aðeins verið hægt að festa verðtryggða vexti út lánstímann. Nýju lánin munu bera 2,7% vexti.