Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LIVE) greiðir 2,2 milljóna króna sekt eftir sátt við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vegna brota á lögu um verðbréfaviðskipti. Brotið fólst í að lífeyrissjóðurinn sendi tilkynningu um að það hefði eignast meira en 10% í Högum þremur dögum of seint. LIVE fór yfir 10% eignarhlut 16. mars síðastliðinn, og varð þar með tilkynningarskylt. Sjóðurinn átti að tilkynna það ekki seinna en 17. mars en gerði það ekki fyrr en 20. mars.

Samkvæmt tilkynningu frá Seðlabankanum getur brot við lögunum leitt til sektargreiðslna frá 500 þúsund krónum og upp að 800 milljónum króna. Með hliðsjón af eðli og umfangi brots, atvikum máls og að málinu lauk með sátt þóttu 2,2 milljónir króna tilhlýðileg sektarfjárhæð.