*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 18. september 2020 10:35

LIVE tók ekki þátt í útboði Icelandair

Stærsti hluthafi Icelandair tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Stjórn sjóðsins ákvað það á miðvikudaginn.

Ritstjórn
LIVE er með skrifstofu í húsi verslunarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í í hlutafjárútboði Icelandair. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sjóðsins. Ákvörðun um það var tekin á stjórnarfundi félagsins á miðvikudaginn síðastliðinn. 

Óvissa hafði verið um þátttöku lífeyrissjóðins í útboðinu. Stjórn sjóðsins er til helminga skipuð fulltrúum frá VR og helmingi frá atvinnurekendum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur gagnrýnt stjórnendur Icelandair harðlega undanfarnar vikur og mánuði og kallað eftir því að þeir láti af störfum hjá félaginu.

Deloitte Fjármálaráðgjöf var sjóðnum til aðstoðar við greiningu á fjárfestingarkostinum.

LIVE var stærsti hluthafi Icelandair fyrir útboðið með 11,81% hlut og hafði um langa hríð átt stóran hlut í félaginu.