Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) hefur í tengslum við aðalfund Arion banka, sem fer fram á morgun, lagt til breytingartillögu við dagskrárlið sem snýr að ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna bankans og launum nefndarmanna í undirnefndum stjórnar. Leggur lífeyrissjóðurinn til að þóknanir stjórnar- og nefndarmanna verði lægri en gert er ráð fyrir í tillögum stjórnar bankans fyrir aðalfund.

Í breytingartillögu LIVE segir að tillagan felur í sér að laun stjórnarmanna, sem búsettir eru hérlendis, verði óbreytt frá samþykkt aõalfundar 2020 auk þess sem horfið sé frá greiðslu tvöfaldra stjórnarlauna til stjórnarmanna sem búsettir eru erlendis. Laun nefndarmanna verða einnig óbreytt frá samþykkt aõalfundar 2020.

Útlagður ferðakostnaður erlendra stjórnarmanna verði greiddur en þó að hámarki kr. 300.000 fyrir hvern stjórnarfund. Við mat á fjárhæð stjórnarlauna horfi LIVE m.a. til eðlilegs umfangs og eðlis rekstrar og ábyrgðar líkt og fram komi í hluthafastefnu LIVE. Í tilviki Arion banka sé horft til sambærilegra starfseininga hérlendis og í því ljósi lagt til að stjórnarlaun verõi óbreytt og aõ ekki verði gerður greinarmunur á fjárhæð eftir búsetu stjórnarmanns.

Stjórn bankans hafur lagt til að þóknun stjórnarmanna, nefndarmanna í undirnefndum stjórnar, og varamanna stjórnar, verði eftirfarandi:

Lagt er til að mánaðarlaun stjórnarmanna verði kr. 600.000, mánaðarlaun varaformanns verði kr. 900.000 en mánaðarlaun stjórnarformanns verði kr. 1.200.000. Stjórnarmenn búsettir erlendis skulu fá greiddar kr. 300.000 fyrir ferðalög vegna hvers stjórnarfundar sem þeir sækja í eigin persónu. Þar að auki verði heimilt að greiða þeim stjórnarmönnum sem sitja í undirnefndum stjórnar kr. 200.000 fyrir hvern setinn fund, þó að hámarki kr. 400.000 á mánuði, og formönnum stjórnarnefnda kr. 300.000 fyrir hvern setinn fund, þó að hámarki kr. 600.000 á mánuði. Varamenn skulu fá að lágmarki kr. 300.000 fyrir setu í varastjórn á ári. Stjórnarlaun varamanna verði kr. 600.000 fyrir hvern setinn stjórnarfund, þó að hámarki kr. 600.000 á mánuði, ef um fleiri en einn fund er að ræða á mánuði. Stjórnarmenn búsettir erlendis skulu fá ofangreindar fjárhæðir greiddar í viðeigandi heimagjaldmiðli, miðað við meðaltal opinbers viðmiðunargengis síðustu þriggja ára fyrir aðalfundardag 2021.

Breytingartillaga LIVE er svo eftirfarandi:

Lagt er til að mánaðarlaun stjórnarmanna verði kr. 490.900, mánaðarlaun varaformanns verði kr.736.20O en mánaðarlaun stjórnarformanns verði kr. 981.400. Stjórnarmenn búsettir erlendis skulu fá endurgreiddan útlagðan kostnað fyrirferðalög vegna stjórnarfunda sem þeir sækja í eigin persónu, þó að hámarki kr. 300.000 fyrir hvern fund. Þar að auki verði heimilt að greiða þeim stjórnarmönnum sem sitja í stjórnarnefndum félagsins að hámarki kr. 196.300 á mánuði fyrir setu í hverri nefnd og formönnum stjórnarnefnda kr. 255.000 á mánuði. Stjórnarlaun varamanna verði kr. 248.600 fyrir hvern setinn fund, þó að hámarki kr. 490.900 á mánuði, ef um fleiri en einn fund er að ræða á mánuði. Stjórnarmenn búsettir erlendis skulu fá ofangreindar fjárhæðir greiddar í heimagjaldmiðli, miðað við meðaltal opinbers viðmiðunargengis síðustu þriggja ára fyrir aðalfundardag 2021.