Félag viðskipta- og hagfræðinga stóð fyrir hádegisfundi á Hilton Hótel Nordica í fyrradag um afnám hafta sem bar yfirskriftina „Ljónin í veginum“. Frummælendur fundarins voru Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir og Heiðar Guðjónsson hagfræðingur en þeir höfðu ólíka sýn á hvernig hagstæðast væri fyrir Ísland að losna úr fjármagnshöftum.

Í pallborðsumræðum fundarins sátu Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, Sigurður Hannesson, stærðfræðingur og framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Eiríkur Svavarsson lögmaður.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)