Gengið hefur verið frá því hvernig staðið verður að sameiningu upplýsingaveitnanna Thomson Corporation og Reuters Corp. Með sameiningunni verður til stærsta fyrirtæki heims þegar kemur að miðlun fjármálaupplýsinga, frétta og annars greiningarefnis.
Tilkynnt var í gær að Stofnfjárfestasjóður Reuters (e. Reuters Founders Share Company) gæfi grænt ljós á samrunann. Sjóðurinn ræður yfir einu hlutabréfi en í krafti þess getur hann haft úrslitaáhrif á ákvarðanir sem kunna að ógna ritstjórnarlegu sjálfstæði Reuters. Í kjölfar þessara frétta virðist fátt geta komið í veg fyrir að 8,7 milljarða sterlingspunda tilboði Thomson í Reuters verði tekið og af þau sameinuð í eitt félag. Það er að segja ef að það verður ekki túlkað að meirihlutaeign Thomson-fjölskyldunnar ógni ritstjórnarlegu sjálfstæði af regluvörðum Reuters og að stærð og að stærð og umsvif sameinaðs fyrirtækis brjóti ekki í bága við samkeppnislög.

Hugsanlega kann samruninn þurfa að hljóta samþykki frá samkeppnisyfirvöldum en af honum verður mun sameinað fyrirtæki ásamt Bloomberg upplýsingaveitunni verða ráðandi á vettvangi miðlun fjármálaupplýsinga í heiminum. Forráðamenn Thomson og Reuters segjast bjartsýnir um að samkeppnisyfirvöld hafi ekki afskipti af samrunanum.

Markaðsverðmæti beggja fyrirtækja er um 35 milljarðar Bandaríkjadala. Áætlaðar tekjur sameinaðs fyrirtækis verða um 11 milljarðar dala og munu sextíu prósent þeirra koma vegna miðlunar fjármálaupplýsinga. Um níutíu prósent af tekjunum munu koma frá á markaðssvæðum í Evrópu og í Ameríku. Forráðamenn fyrirtækjanna telja að hægt verði að ná fram 500 milljóna Bandaríkjadala árlegum sparnaði í rekstrinum innan þriggja ára.

Yfirstjórn fyrirtækjanna verður sameinuð en þau munu samt verða skráð í sitthvoru lagi undir nöfnunum Thomson-Reuters Corporation, sem verður skráð í kauphöllina í Toronto í Kanada, og Thomson-Reuters PLC, sem verður skráð í London.