Rekstur breska ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook hefur gengið erfiðlega undanfarin misseri. Til marks um það greindi félagið frá því í síðasta mánuði að tap fyrri helmings ársins hafi numið 1,5 milljörðum punda, sem samsvarar tæplega 236 milljörðum króna.

Þrátt fyrir það hefur kínverska fyrirtækið Fosun sýnt áhuga á að taka yfir rekstur félagsins, en Fosun er nú þegar stærsti hluthafi Thomas Cook. BBC greinir frá þessu.

Þegar Thomas Cook greindi frá fyrrnefndu tapi í síðasta mánuði, kom fram í yfirlýsingu félagsins að lítill vafi léki á því að Brexit hafi orðið til þess að alemnningur hafi slegið utanlandsferðum sínum á frest.

Thomas Cook er með um 22.000 starfsmenn á sínum snærum í 16 löndum.