*

laugardagur, 23. október 2021
Erlent 21. september 2021 09:40

Ljósin muni lýsa áfram í Bretlandi

Bresk stjórnvöld íhuga að veita neyðarlán til orkufyrirtækja svo þau taki við viðskiptavinum fallinna orkufyrirtækja.

Ritstjórn
Kwasi Kwarteng, viðskipta- og orkumálaráðherra Bretlands.
european pressphoto agency

Kwasi Kwarteng, viðskipta- og orkumálaráðherra á Bretlandi, segir það ekki í myndinni að ljós muni slokkna í Bretlandi í vetur vegna mikilla hækkana á gasverði. Hann búist ekki við alvarlegum framboðsskorti. BBC fjallar um málið.

Sjá einnig: Orkukrísa í uppsiglingu í Bretlandi.

Heildsvöluverð á gasi hefur hækkað mjög vegna ríkrar eftirspurnar á sama tíma og framboð hefur verið takmarkað. Minni orkufyrirtæki berjast í bökkum vegna hinna skörpu heildsöluverðhækkana, sem gera þeim ómögulegt að halda verðloforð sín til viðskiptavina.

Neytendur eru varðir fyrir verðsveiflum heildsöluverðs á gasi með verðþaki sem gerir það aftur á móti að verkum að orkufyrirtækin geta ekki velt hærri kostnaði yfir á neytendur, sem aftur er að keyra sum fyrirtækjanna í þrot, aðallega þau smærri.

Nú þegar hafa fjögur orkufyrirtæki farið á hausinn og búist er við því að önnur fjögur fari sömu leið á næstu dögum. Ríkisstjórnin þar ytra mun vera að íhuga að veita neyðarlán til þeirra orkufyrirtækja sem eftir standa í þeirri viðleitni að hvetja þau til þess að taka við viðskiptavinum hinna föllnu fyrirtækja.