Námskeið um sögur, stofnanir og ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins var haldið 15. febrúar. Námskeiðið er ætlað stjórnendum og starfsfólki stjórnsýslunnar, sveitarfélaga og opinberra stofnana. Í námskeiðslýsingu segir að meginmarkmiðið með því sé að efla þekkingu embættismanna á samvinnu Evrópuríkja og á Evrópusambandinu. Viðskiptablaðinu var bent á þetta af starfsmanni í stjórnsýslunni sem lét þá athugasemd fylgja með að það sé „ljóst á hvaða leið við erum“.