Portúgalir fagna því á morgun að landið verður annað evruríkið sem lýkur efnahagslegri áætlun undir stjórn alþjóðlegra stofnana. Fyrsta evruríkið til að klára björgunaráætlun sína var Írland.

Stjórnvöld í Portúgal fengu 78 milljarða evra að láni hjá Evópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum árið 2011 til að geta staðið við skuldbindingar sínar og forða landinu frá gjaldþroti.

Þrátt fyrir þetta er staðan ekkert til að hrópa húrra fyrir. Atvinnuleysi er í kringum 15% og hafa bæði laun opinberra starfsmanna verið lækkaðar mikið og lífeyrissjóðsgreiðslur skertar verulega.

Nánar má lesa um málið á vef Independent .