Gegnið hefur verið frá fjárhagslega endurskipulagningu Upphafs fasteignafélags slhf. með útgáfu forgangsskuldabréfs fyrir einn milljarð króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GAMMA.

Forgangsskuldbréfið er gefið út í kjölfar þess að skilmálabreytingar á öðrum skuldum félagsins voru samþykktar. Fjármögnunin er til að ljúka framkvæmdum á vegum Upphafs, sem er með 277 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Áætluð verklok eru í lok árs 2020.

Upphaf er að fullu í eigu fagfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus. Í lok september var greint frá því að færa þyrfti niður gengi sjóðsins úr 183 í 2. Meðal þeirra sem þurftu að afskrifa fjárfestingar eru tryggingarfélögin, lífeyrissjóðir og ýmsir einkafjárfestar. Fjárfestunum bauðst að taka þátt í að leggja Upphafi til aukið fé til að ljúka verkefnum fyrirtækisins, auk þess að Kvika, eigandi GAMMA hugðist einnig leggja til fé.