Fasteignafélagið Reginn hefur lokið kaupum á Ofanleiti 2. Háskólinn í Reykjavík var áður í húsinu. Þar er nú m.a. Klak, nýsköpunarhús atvinnulífsins og leigir þar fjöldi sprotafyrirtækja skrifstofur.

Fasteignafélagið tilkynnti 20. desember í fyrra að gert hafi verið kauptilboð í Ofanleiti 2 m.a. með fyrirvara um niðurstöðu á greiningu leigusamninga. Í annarri tilkynningu sem send var út fyrir viku var því svo bætt við að eini fyrirvarinn við kaupin væri tengdur skuldaraskiptum á láni sem tengdist fasteigninni þar sem lánveitandinn var OFAN SVIV fagfjárfestasjóður sem er í umsýslu Stefnis, sjóðastýringarfyrirtækis í eigu Arion banka.

Nú segir frá því að allir fyrirvarar eru að baki og var samningur um kaup á fasteigninni undirritaður í gær, 22. janúar. Á sama tíma var gengið frá skuldaraskiptum á láninum og mun Reginn yfirtaka það. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Áætlað er að kaupin skili sér í 4 til 5% aukningur á rekstrarhagnaði (EBITDA) Regins á ársgrundvelli.

Kaup þessi eru innan ramma fjárfestingastefnu Regins sem felur meðal annars í sér að auka hlut í skrifstofuhúsnæði.