Greining Glitnis hefur lækkað verðmatsgengi sitt á Össuri í 115,1 kr. á hlut. Verðmatsgengið er talsvert hærra en gengi á markaði (99,0). Ráðlegging þeirra til fjárfesta er að kaupa bréf í félaginu. Markgengi (e. target price) er 120,0 en það er spá okkar um hvar gengi bréfa í félaginu muni standa að sex mánuðum liðnum.

Greining Glitnis telur að afkoman á árinu 2007 mun markast af þeim miklu breytingum sem félagið er að ganga í gegnum um þessar mundir. Umbreyting á sölukerfi félagsins í Bandaríkjunum er lokaáfanginn í samþættingu á rekstri yfirtekinna félaga í Bandaríkjunum. "Við gerum ráð fyrir að endurskipulagningin í Bandaríkjunum muni skila bættri afkomu á næsta ári," segir Greining Glitnis.