Hlutabréf hafa lækkað í Evrópu nú þegar hlutabréfamarkaðir eru búnir að vera opnir í um þrjú korter.

Líkt og í Asíu í morgun telja greiningaraðilar að markaðir séu aðeins að ná jafnvægi eftir hækkanir síðustu þriggja daga.

Þannig hefur FTSEurofirst 300 vísitalan lækkað um 0,5% í morgunsárið.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 1%, í Amsterdam hefur AEX vísitalan lækkað um 0,3% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 1,1%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 1,7% en í Sviss hefur SMI vísitalan hins vegar hækkað um 1%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan einnig hækkað um 0,3% en í Svíþjóð hefur OMXS vísitalan lækkað um 0,4% og í Osló hefur OBX vísitalan lækkað um 0,6%.