Um leið og fregnir hafa borist af umtalsverðri lækkun hlutabréfa í New York hefur verið að falla á öllum tegundum hrávöru. Það á einnig við olíu en þessa stundina er hráolíuverðið bæði á mörkuðum í New York og London skráð rétt rúmlega 75 dollarar á tunnu. Er þetta um 3% lækkun. Á öðrum tegundum hrávöru hefur meðaltalslækkunin í dag verið mest á kopar, eða tæp 5%. Hlutabréfavísitala Dow Jones hefur lækkað um 2,28% í dag og Nasdaq um 3,08 % vegna mikillar lækkunar hjá fyrirtækjum á borð við Alcoa, Caterpillar og Boeing.