Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar er engin megin skýring á lækkun dagsins heldur telur viðmælendur hennar að um leiðréttingu markaða sé að ræða.

Nokkrir neikvæðir hlutir höfðu þó áhrif á markaði. Til að mynda gaf japanski úraframleiðandinn Citizen út afkomuviðvörun í morgun sem varð til þess að félagið lækkaði um 9,5%.

MSCI Kyrrahafsvísitalan lækkaði um 3,1% í dag eftir að hafa hækkað nákvæmlega um 3,1% í gær.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 3%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 4,9% og í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 2,8%.

Í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 4,3% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 3,6%.