Hlutabréfamarkaðir í Evrópu lækkuðu í dag eftir að hafa hækkað sex daga í röð en að sögn Reuters fréttastofunnar má rekja lækkanir dagsins til lækkandi hrávörukosnaðar.

Þannig leiddi hrávöruframleiðendur á borð við olíufyrirtæki og málmframleiðendur lækkanir dagsins. Til að mynda lækkuðu olíufélög á borð við BP og Total og gasframleiðendurnir BG Group, Cairn Energy og Tullow Oil á bilinu 2% - 4,4% í dag.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði í dag um 2% og hefur nú lækkað um 37% það sem af er ári.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 2,3%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 4% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 2,1%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 2% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 3,5%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 3,5%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 1,7% og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 0,5%.

Lækkun í Bandaríkjunum

Nú hafa markaðir verið opnir í um þrá tíma á Wall Street. Síðan þá hefur Nasdaq vísitalan lækkað um 2,7% en Dow Jones og S&P 500 um 2,5%.