Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag sem þýðir að október mánuður er einn að sögn Bloomberg fréttaveitunnar versti mánuður hlutabréfamarkaða í Asíu frá upphafi.

Viðmælendur Bloomberg eru sammála um að lækkun dagsins  sé aðeins leiðrétting á miklum og jafnvel innistæðulausum hækkunum í vikunni.

Lækkun dagsins í dag var þó ekki mikil miðað við það sem gerst hefur áður í þessum mánuði. Þannig lækkaði MSCI Kyrrahafs vísitalan um 2,1% eftir að hafa þó hækkað um 17% síðustu þrjá daga. Vísitalan hefur þó lækkað um 19% í þessum mánuði.

Í Japan lækkaði Nikkei vístalan um 5% þrátt fyrir að stýrivextir í Japan hefðu verið lækkaðir í dag.

Í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 3,6%, í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 2% og í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 0,6%.

Í Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan hins vegar um 0,4%.