Hlutabréfamarkaðir lækkuðu í Bandaríkjunum í dag líkt og í gær. Fallið á þessum tveimur dögum er það mesta síðan 1987.

Nýjar tölur sína vaxandi atvinnuleysi vestan hafs og aukinn samdrátt í hagkerfinu. Olíuverð lækkaði líka í dag og hefur það ekki verið jafnlágt í 19 mánuði. Olíuverð lækkaðu um 6,66%.

Orkufyrirtæki lækkuðu gríðarlega í dag og hefur Standard & Pours 500 vísitalan aldrei lækkað jafn skart á einum degi. Exxon lækkaði um 5,1%.

Nasdaq lækkaði um 4,34%, Dow Jones lækkaði um 4,85% og Standard & Pours lækkaði um 5,03%

Olíutunnan kostaði 60,95 bandaríkjadali við lokun markaða nú síðdegis.