Lækkanir urðu á Bandaríkjamarkaði í dag og rauðar tölur blöstu við þegar mörkuðum vestanhafs lokaði nú síðdegis.

Lækkanirnar eru meðal annars raktar til þess að tölvufyrirtækið Dell sýndi fram á verri afkomu en búist var við. Það olli talsverðri lækkun innan tækniiðnaðarins. Dell, sem er annar stærsti einkatölvuframleiðandi heims, hefur ekki lækkað jafn mikið síðan árið 2000.

Nýjar tölur sýna að neytendur í Bandaríkjunum hafa haldið að sér höndum að undanförnu og hefur neysla minnkað talsvert síðan í Apríl síðastliðnum. Þær fréttir komu sér m.a. illa fyrir Amazon og Starbucks að því er fram kemur á vef Bloomberg.

Nastaq vísitalan lækkaði í dag sem svarar 1,83%, Dow Jones lækkaði um 1, 45% og Standard & Pours lækkaði jafnframt um 1,37%.

Olíuverð hækkaði lítilega í dag eða sem svarar 0,03 prósenta hækkun verðs og kostaði olíutunnan 115,63 Bandaríkjadali við lokun markaða.