Lækkanir urðu í Bandaríkjunum nú fjórða daginn í röð. Voru það bankar og fyrirtæki í járnbrautaiðnaði sem leiddu lækkunina. Auk þess sem áhyggjur af hugsanlegri hækkun stýrivaxta höfðu áhrif.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 2,24%, Dow Jones um 1,68% og Standard & Poor´s lækkaði um1,69%. Líkt og undanfarna daga hefur hátt olíuverð haft áhrif á mörkuðum.

Olíuverð hækkaði um 4,10% í dag og kostar olíutunnan nú 136,70 bandaríkjadali.