Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,15% og er 7.224 stig þegar markaðurinn hefur verið opinn í um tólf mínútur, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 2.267 milljónum króna.

FL Group hefur lækkað um 3,97%, Landsbankinn hefur lækkað um 3,39%, Straumur-Burðarás hefur lækkað 2,96%, Glitnir hefur lækkað um 2,2% og Kaupþing hefur lækkað um 2,01%.

Alfesca er eina félagið sem hækkað hefur, eða um 0,62%

Gengi krónu hefur veikst um 1,74% og er 123,1 stig.