Að mati Alþjóða orkumálastofnunnarinnar mun olíuverð taka að lækka á næsta ári þar sem meðalverð á hráolítunnu verður í kringum 39$. Talið er að spurn eftir olíu muni dragast saman auk þess sem gert er ráð fyrir auknu framboði, m.a. af hálfu Rússa og annarra olíuríkja utan Opec samtakanna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að sá orói sem verið hefur á olíumörkuðum að undanförnu hafi dregið úr einkaneyslu og hagvexti í heiminum og í kjölfarið hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkað hagvaxtarspá sína fyrir heimshagkerfið úr 4,3% í 4% fyrir næsta ár.