Sú staðreynd að gengi bréfa 365 hf. hafi lækkað innan dagsins kemur ekki á óvart þar sem þetta var fyrsti viðskiptadagur með bréf félagsins eftir að tilkynnt var um 1,5 milljarða króna varúðarfærslu vegna fyrirhugaðrar sölu á breska prent- og samskiptafélaginu Wyndeham, segir greiningardeild Landsbankans.

?Til viðbótar má nefna að innbyrðis verðlagning milli Teymis hf. og 365 hf. virðist við fyrstu sýn vera fremur skökk, í það minnsta ef tekið er mið af kennitölum á borð við EV/EBITDA og V/I,? segir greiningardeildin.

"Skipting Dagsbrúnar er með þeim hætti að 45% af heildarhlutfé Dagsbrúnar fer yfir í Teymi hf. og 55% inn í 365 hf. Fyrrum hluthafar Dagsbrúnar verða hluthafar í Teymi hf. og 365 hf. í sama hlutfalli og eignarhlutdeild þeirra var í Dagsbrún," segir greiningardeildin.