Mesta lækkun á Bandaríkjamarkaði í tvær vikur varð í dag. Goldman Sachs, Morgan Stanley og Lehman Brothers fóru í broddi fylkingar fyrir lækkun fjármálafyrirtækja og Google lækkaði mikið eftir að greiningaraðilar sögðu hagnað fyrirtækisins í hættu vegna aðstæðna í efnahagslífinu.

Nasdaq vísitalan lækkaði í dag um 1,13%. Dow Jones lækkaði um 0,4% og Standard & Poor´s lækkaði um 0,81%.

Olíuverð hækkaði, eins og fjallað hefur verið um, um 2% og er nú 110,68 dollarar á tunnu.