Mesta lækkun vikunnar varð á Bandaríkjamarkaði í dag eftir að tryggingafélagið AIG tilkynnti um óvænt tap á 2. ársfjórðungi. Í kjölfarið lækkuðu bréf fjármálafyrirtækja.

Wal-Mart spáði niðursveiflu í smásölu á næstunni og jók það svartsýni fjárfesta í dag.

Nasdaq vísitalan lækkaði í dag um 1,0%. Dow Jones lækkaði um 1,9% og Standard & Poor´s lækkaði um 1,8%.

Olíuverð hækkaði um 1,2% í dag og kostar olíutunnan nú slétta 120 dali á Bandaríkjamarkaði.