Lækkun varð á Bandaríkjamarkaði í dag. Dow Jones vísitalan hefur nú lækkað um 20% frá því í október, samkvæmt frétt Bloomberg.

Hlutabréf iðnaðarfyrirtækja lækkuðu vegna hækkunar olíuverðs og hrávöruframleiðendur lækkuðu einnig.

Nasdaq vísitalan lækkaði í dag um 2,3%. Dow Jones lækkaði um 1,5% og Standard & Poor´s lækkaði um 1,8%.

Olíuverð hækkaði í dag um 2%. Tunnan kostar nú 143,9 Bandaríkjadali.