Lækkun varð á Bandaríkjamarkaði í dag. Væntingavísitala Bandaríkjamanna hefur ekki mælst lægri í 16 ár og vandræði á húsnæðismarkaði eru að aukast, samkvæmt frétt Bloomberg. Þessi neikvæðu tíðindi skyggja á vonir um að bandaríski Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum.

Fjármálafyrirtæki hækkuðu hins vegar í dag eftir að hafa lækkað í gær, samkvæmt frétt Reuters.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 0,7% í dag. Dow Jones lækkaði um 0,3% og Standard & Poor´s lækkaði einnig um 0,3%.

Olía hækkaði lítillega í verði í dag, um 0,2%. Olíutunnan kostar nú 137 Bandaríkjadali.