Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu í dag. Olía og málmar hækkuðu í verði og olli það lækkun hlutabréfa fyrirtækja í vöruviðskiptum.

Exxon Mobil, Chevron og ConocoPhillips, stærstu olíufyrirtæki Bandaríkjanna, lækkuðu öll. Vaxandi áhyggjur af yfirvofandi samdrætti og þar með minni eftirspurn eftir olíu eru taldar valda því, að sögn Bloomber fréttaveitunnar.

Dow Jones lækkaði um 293 stig eða 2,36% og er nú 12.098 stig. Standard og Poor´s lækkaði um 32,3 stig eða 2,43% og er nú 1.298,6 stig. Nasdaq lækkaði einnig, um 58,3 stig, 2,57%, og er nú 2.209,96 stig.