Hlutabréf lækkuðu í Bandaríkjunum í dag en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar hafa fjárfestar áhyggjur af því að seðlabankinn vestra eigi ekki mörg tæki eftir í verkfæratöskunni til að sigrast á kreppunni eftir að hafa nú þegar lækkað stýrivexti niður í núll prósent.

Apple fyrirtækið lækkaði um 6,6% í viðskiptum dagsins en að sögn Bloomberg tilkynnti félagið það í dag að forstjórinn, Steve Jobs, muni ekki koma fram á Macworld sýningunni, og olli það áhyggjum af heilsufari hans.

Þá lækkuðu bréf í Macy's verslunarkeðjunni um 22%.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 0,67%, Dow Jones um 1,12% og S&P 500 um 0,96%.