Hlutabréf lækkuðu á flestum mörkuðum í Asíu í morgun þrátt fyrir að MSCI Kyrrahafsvísitalan hafi hækkað um 0,4%.

Í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 0,9%, í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 0,5% og í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 0,1%.

Í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 0,4% en í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 0,3%.

Rafmagnstækjaframleiðendur áttu undir högg að sækja í dag og lækkaði Samsung til að mynda um 3% eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs spáði versnandi afkomu félagsins á árinu.

Þá lækkaði Sony um 4,1% og Hynix minniskubbaframleiðandinn um 3,7%.