Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag og hafa ekki verið lægri í 11 vikur að sögn Bloomberg fréttaveitunnar þrátt fyrir einstaka hækkanir síðustu daga.

MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði um 1,1% og þurrkaði þar með út alla hækkun þessara viku.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 1,3%, í Hong Kong lækkað Hang Seng vísitalan um 0,2% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 1,5%.

Í Kína hækkaði CSI 300 vísitalan hins vegar um 2,8% og í Singapúr hækkaði Straits vísitalan um 0,6%.

Kínversk stjórnvöld ákváðu í gær að hækkað eldsneyti í landinu um 17% (díselolíu um 18%). Það hefur keyrt upp gengi á orkufyrirtækjum, þá helst olíufyrirtækjum eins og gefur að skilja sem orsakar hækkun CSI 300 vísitölunnar.

Aftur á móti hækkar flugvélabensín samkvæmt ákvörðun stjórnvalda um 25% sem orsakar töluverða lækkun flugfélaga. Þannig lækkaði Air China um 5,1% og China Southern Airlines um 6,3% svo dæmi sé tekið en lækkun flugfélaga nær þó ekki að vega á móti hækkun olíufyrirtækja.